Sjáðu mörkin sem tryggðu Austurríki sigur í dauðariðlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2024 23:15 Marcel Sabitzer skoraði markið sem skaut Austurríkismönnum á topp D-riðils. Alex Livesey/Getty Images Austurríki stóð uppi sem óvæntur sigurvegari í D-riðli eftir frábæran 3-2 sigur gegn Hollendingum í dag. Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira
Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira