Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2024 19:28 Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild. Vísir/Einar Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag. Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43