Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2024 20:06 Guðbjörg segir í glettni sinni að hún og maður hennar séu orðin hluti af Bresku konungsfjölskyldunni eftir allar árnaðaróskirnar, sem þau hafa fengið frá þeim í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend
Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira