Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2024 10:43 Í dag hafa 18 manns stöðu sakbornings í málinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Málið snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Lögregla lagði meðal annars hald á fíkniefni, lyf, stera og um 40 milljónir króna í reiðufé, auk nokkurra peningatalningavéla. Þá haldlagði lögregla ýmsar gerðir af skotvopnum og öðrum vopnum, meðal annars skammbyssu búna hljóðdeyfi. „Á þriðja tug manna voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og framkvæmdar voru rúmlega þrjátíu leitir í umdæminu í tengslum við hana. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Í kjölfarið voru fimm aðilar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og sæta því enn, utan eins þeirra. Sá var færður í afplánun vegna eldri dóms að loknu einnar viku gæsluvarðhaldi. Í dag hafa 18 aðilar stöðu sakbornings í málinu,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins er lokið, en við hana og aðgerðir sem gripið var til naut hún aðstoðar lögreglumanna frá öðrum embættum, auk Tollsins og Landhelgisgæslunnar. Málið verður nú sent embætti héraðssaksóknara til frekari meðferðar. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Málið snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Lögregla lagði meðal annars hald á fíkniefni, lyf, stera og um 40 milljónir króna í reiðufé, auk nokkurra peningatalningavéla. Þá haldlagði lögregla ýmsar gerðir af skotvopnum og öðrum vopnum, meðal annars skammbyssu búna hljóðdeyfi. „Á þriðja tug manna voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og framkvæmdar voru rúmlega þrjátíu leitir í umdæminu í tengslum við hana. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Í kjölfarið voru fimm aðilar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og sæta því enn, utan eins þeirra. Sá var færður í afplánun vegna eldri dóms að loknu einnar viku gæsluvarðhaldi. Í dag hafa 18 aðilar stöðu sakbornings í málinu,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins er lokið, en við hana og aðgerðir sem gripið var til naut hún aðstoðar lögreglumanna frá öðrum embættum, auk Tollsins og Landhelgisgæslunnar. Málið verður nú sent embætti héraðssaksóknara til frekari meðferðar. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent