FA gagnrýnir reglugerð Willums Þórs harðlega Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 16:34 Willum Þór og Ólafur Stephensen sem er allt annað en ánægður með nýjasta útspil Framsóknarmanna sem vilja nú láta kné fylgja kviði í baráttu sinni við tóbakið. Nú vilja þeir pakka fyrirbæri sem má ekki sjást í einsleitar umbúðir. vísir/Vilhelm/Egill Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira