Lífið

Fyrir­sætan Alessandra Ambrosio hitti Rúrik á Ís­landi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Alessandra Ambrosio er hvað þekktust fyrir að ganga tískupallana fyrir nærfatarisann Victoria's Secret.
Alessandra Ambrosio er hvað þekktust fyrir að ganga tískupallana fyrir nærfatarisann Victoria's Secret.

Brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrósio hefur verið á ferðalagi um Ísland síðastliðna daga. Ambrósio er hvað þekktust fyrir að ganga pallana á árlegri tískusýningu fyrir nærfatarisann Victoria's Secret. 

Fyrirsætan deildi ferðasögu sinni um landið á Instagram-síðu sinni. Sonur hennar Noah Phoenix er með henni á landinu og hafa þau aðallega ferðast um Suðurlandið. Þau heimsótti meðal annars Raufarhólshelli og Þingvelli. Þá virðast þau dvelja í fallegu húsi í Bláskógarbyggð.

Afmæli Rúriks í Mexíkó

Það mátti sjá glitta í fyrrverandi knattspyrnukappann Rúrik Gísla­son á einu myndskeiði hjá Ambrósio þar sem þau voru í göngu með hunda um Bláskógarbyggð. En Rúrik og Ambrósio virðast ágætis félagar þar sem þetta er ekki í fyrtsa skipti sem þau sjást saman en þau skemmtu sér saman í Mexíkó á Ri­viera Maya-svæðinu þegar Rúrik hélt upp á 36 ára afmælið sitt á Edition-hóteli þann 25. febrúar síðastliðinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×