Tæplega níutíu prósent minni urðun en hvert fer maturinn? Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2024 09:19 Gunnar Dofri hjá Sorpu og matarleifar á leið í urðun. Tæp fimm þúsund prósenta aukning er í flokkun matarleifa á tveggja ára tímabili og rúm 180 prósenta aukning í flokkun á plasti. Nú þegar ár er síðan nýtt flokkunarkerfi Sorpu var tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu eru vélar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju á yfirsnúningi enda úr nógu rusli að moða. Gert er ráð fyrir að um 24 þúsund tonn af matarleifum fari í gegnum Gaju á þessu ári og áætlað að það dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði sem samsvarar losun um tíu þúsund fólksbíla. Fjögur hundruð tonn af matarleifum í Gaju á viku Á fyrsta fjórðungi þessa árs var urðunin 89 prósent minni en á sama tímabili í fyrra. Ef fyrsti fjórðungur ársins 2024 er borin saman við sama tímabil árið 2022 er 187 prósent aukning í flokkun á plasti, 32 prósent aukning í flokkun á pappír og 4761 prósent aukning í flokkun matarleifa. Svona líta málin út í dag og umhverfið hlýtur að græða á því.grafík/hjalti „Hér er verið að blanda matarleifum frá íbúum á höfuðborgarsvæðinu saman við timburkurl og stoðefni til að skutla þeim hérna inn í þessa vinnslukró þar sem við tökum matarleifarnar, fjögur hundruð tonn í hverri einustu viku og kreistum úr þeim allt það metan sem við getum og framleiðum síðan moltu úr því,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Notast er við fóðurblandara og matarleifarnar látnar dúsa í fjórtán vikur í tvískiptu ferli. „Og þarna byrjar þetta niðurbrotsferli sem endar í því sem við sjáum á eftir, sem er moltan.“ Matarleifum er blandað saman við trjákurl áður en þeir eru settir í sérstaka geymslu.bjarni einarsson Ákveðinn lyktartúr Þrátt fyrir að rusl flæði um Gaju er svæðið mjög hreinlegt en lyktin nánast óbærileg, fyrir óvana. „Þetta er svona eins og lyktartúr. Þú byrjar túrinn í því sem er svona frekar skítugt fjós, núna ertu komin í einhvers konar bruggverksmiðju í Tékklandi þar sem gerjunin er byrjuð.“ Gunnar segir að flokkun á heimilissorpi gangi vonum framar en 98 prósent af þeim matarleifum sem berast Gaju eru rétt flokkaðar. Matarleifar á leið í urðun. „Og það litla sem er rangt flokkað, okkur tekst að sigta það í burtu. Þannig niðurstaðan sem verður moltan, hún er laus við aðskotaefni eins mikið og hún þarf að vera.“ Fyrirtæki standi sig verst Aðspurður hvort íbúar í einhverjum bæjarhlutum flokki betur en aðrar segir hann íbúa í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði skila hreinasta ruslinu enda hafi þeir verið fyrstir í innleiðingu á nýja sorpkerfinu. Að öðru leyti sé lítill munur á bæjarhlutum en fyrirtækin standi sig verst. „Við þurfum kannski að ræða við þau.“ En áfram að ferlinu. Að fjórtán vikum liðnum verða matarleifarnar að moltu eins og þeirri sem sést í myndbandsfréttinni og uppskeran er samdráttur í losun. Hér má sjá moltu úr matarafgöngum.bjarni einarsson Úti má líka sjá flennistórar hrúgur af timbri sem bíða þess að vera sendar úr landi í brennslu líkt og pappinn og plastið. „Um það bil helmingur af öllu plasti sem framleiðendur setja á markað er ekki endurvinnanlegur þannig það á sér engan annan feril heldur en brennsluferil.“ Þessir timburhaugar verða sendir úr landi til brennslu.bjarni einarsson Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Sprenging hjá Sorpu í Gufunesi: „Verstu afleiðingar rangrar flokkunar“ „Það sem þú sérð þarna eru verstu afleiðingar rangrar flokkunar og það er fyrst og fremst vegna hárréttra viðbragða okkar starfsmanna að ekki fór verr.“ 25. maí 2023 16:27 „Flókið“ að íbúar þurfi nú að aðgreina plast í fjóra flokka Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu. 19. mars 2023 07:00 Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Nú þegar ár er síðan nýtt flokkunarkerfi Sorpu var tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu eru vélar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju á yfirsnúningi enda úr nógu rusli að moða. Gert er ráð fyrir að um 24 þúsund tonn af matarleifum fari í gegnum Gaju á þessu ári og áætlað að það dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði sem samsvarar losun um tíu þúsund fólksbíla. Fjögur hundruð tonn af matarleifum í Gaju á viku Á fyrsta fjórðungi þessa árs var urðunin 89 prósent minni en á sama tímabili í fyrra. Ef fyrsti fjórðungur ársins 2024 er borin saman við sama tímabil árið 2022 er 187 prósent aukning í flokkun á plasti, 32 prósent aukning í flokkun á pappír og 4761 prósent aukning í flokkun matarleifa. Svona líta málin út í dag og umhverfið hlýtur að græða á því.grafík/hjalti „Hér er verið að blanda matarleifum frá íbúum á höfuðborgarsvæðinu saman við timburkurl og stoðefni til að skutla þeim hérna inn í þessa vinnslukró þar sem við tökum matarleifarnar, fjögur hundruð tonn í hverri einustu viku og kreistum úr þeim allt það metan sem við getum og framleiðum síðan moltu úr því,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Notast er við fóðurblandara og matarleifarnar látnar dúsa í fjórtán vikur í tvískiptu ferli. „Og þarna byrjar þetta niðurbrotsferli sem endar í því sem við sjáum á eftir, sem er moltan.“ Matarleifum er blandað saman við trjákurl áður en þeir eru settir í sérstaka geymslu.bjarni einarsson Ákveðinn lyktartúr Þrátt fyrir að rusl flæði um Gaju er svæðið mjög hreinlegt en lyktin nánast óbærileg, fyrir óvana. „Þetta er svona eins og lyktartúr. Þú byrjar túrinn í því sem er svona frekar skítugt fjós, núna ertu komin í einhvers konar bruggverksmiðju í Tékklandi þar sem gerjunin er byrjuð.“ Gunnar segir að flokkun á heimilissorpi gangi vonum framar en 98 prósent af þeim matarleifum sem berast Gaju eru rétt flokkaðar. Matarleifar á leið í urðun. „Og það litla sem er rangt flokkað, okkur tekst að sigta það í burtu. Þannig niðurstaðan sem verður moltan, hún er laus við aðskotaefni eins mikið og hún þarf að vera.“ Fyrirtæki standi sig verst Aðspurður hvort íbúar í einhverjum bæjarhlutum flokki betur en aðrar segir hann íbúa í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði skila hreinasta ruslinu enda hafi þeir verið fyrstir í innleiðingu á nýja sorpkerfinu. Að öðru leyti sé lítill munur á bæjarhlutum en fyrirtækin standi sig verst. „Við þurfum kannski að ræða við þau.“ En áfram að ferlinu. Að fjórtán vikum liðnum verða matarleifarnar að moltu eins og þeirri sem sést í myndbandsfréttinni og uppskeran er samdráttur í losun. Hér má sjá moltu úr matarafgöngum.bjarni einarsson Úti má líka sjá flennistórar hrúgur af timbri sem bíða þess að vera sendar úr landi í brennslu líkt og pappinn og plastið. „Um það bil helmingur af öllu plasti sem framleiðendur setja á markað er ekki endurvinnanlegur þannig það á sér engan annan feril heldur en brennsluferil.“ Þessir timburhaugar verða sendir úr landi til brennslu.bjarni einarsson
Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Sprenging hjá Sorpu í Gufunesi: „Verstu afleiðingar rangrar flokkunar“ „Það sem þú sérð þarna eru verstu afleiðingar rangrar flokkunar og það er fyrst og fremst vegna hárréttra viðbragða okkar starfsmanna að ekki fór verr.“ 25. maí 2023 16:27 „Flókið“ að íbúar þurfi nú að aðgreina plast í fjóra flokka Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu. 19. mars 2023 07:00 Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24
Sprenging hjá Sorpu í Gufunesi: „Verstu afleiðingar rangrar flokkunar“ „Það sem þú sérð þarna eru verstu afleiðingar rangrar flokkunar og það er fyrst og fremst vegna hárréttra viðbragða okkar starfsmanna að ekki fór verr.“ 25. maí 2023 16:27
„Flókið“ að íbúar þurfi nú að aðgreina plast í fjóra flokka Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu. 19. mars 2023 07:00
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14