Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 11:11 Halldór og Hilda Jana eru sammála um að stemning myndi aukast til muna á torginu ef lokað yrði fyrir umferð um það. Já Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“ Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“
Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent