Ekki fyrir þá miklu athygli sem fylgir hjónabandinu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2024 10:17 Jennifer Lopez og Ben Affleck á frumsýningu kvikmyndarinnar AIR sem Affleck leikstýrði og lék í. EPA/ETIENNE LAURENT Bandaríski leikarinn Ben Affleck segist vera feiminn og að honum líði betur fyrir aftan myndavélina. Hann sé ekki fyrir mikla athygli, nóg sé þó búið að vera af henni síðan hann giftist Jennifer Lopez. Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Sjá meira
Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Sjá meira