Ekki fyrir þá miklu athygli sem fylgir hjónabandinu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2024 10:17 Jennifer Lopez og Ben Affleck á frumsýningu kvikmyndarinnar AIR sem Affleck leikstýrði og lék í. EPA/ETIENNE LAURENT Bandaríski leikarinn Ben Affleck segist vera feiminn og að honum líði betur fyrir aftan myndavélina. Hann sé ekki fyrir mikla athygli, nóg sé þó búið að vera af henni síðan hann giftist Jennifer Lopez. Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira