Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Árni Sæberg skrifar 19. júní 2024 17:35 Benjamin Jacob Brown framkvæmir sennilega ekki lýtaaðgerðir á næstunni. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira