Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 13:58 Ofurparið fór líklega í sinn lengsta bíltúr til þessa um helgina. Hringferð um Ísland með stoppi á Seyðisfirði vegna brúðkaups á Siglufirði. Róbert Arnar Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu. Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu.
Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira