Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2024 23:40 Skýringarmyndin sýnir lón ofan Hamarsdals sem myndi fylgja 60 megavatta Hamarsvirkjun. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggst gegn þessum virkjunarkosti og vill setja svæðið í verndarflokk. Orkustofnun Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33