Gagnrýnir viðbúnað lögreglu og takmarkað aðgengi almennings að Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:07 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata er afar ósáttur við löggæslu gærdagsins. Vísir/Vilhelm/Viktor Þingmaður Pírata gagnrýnir mikinn viðbúnað lögreglu við hátíðarhöld á Austurvelli í gær. Ekki sé góður bragur á að fagna þjóðhátíð með grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar. Þá fer hann fram á að forseti Alþingis banni lífverði forsætisráðherra á Alþingi. Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira