Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2024 14:22 Mikkó þakkar nýjustu tækninni í Teslu lífbjörgina. Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. „Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“ Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
„Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“
Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira