Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 19:08 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ segist vera undirbúin undir það ef Quang Le hafi samband við brotaþola. Vísir Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent