„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júní 2024 19:54 Kristján Loftsson framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. „Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira