Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2024 12:12 Finnur Ricart Andrason er formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Arnar Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur. Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur.
Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“