Lýðheilsufræðingar segja aukið aðgengi að áfengi alvarlegt mál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 16:55 Félag lýðheilsufræðinga segir að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu, með tilliti til aukins aðgengis að áfengi í gegnum netverslanir Vísir/Vilhelm Félag lýðheilsufræðinga hefur gefið út yfirlýsingu vegna aukins aðgengis að áfengi, þar sem þeir segja að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu. Aukningin sem hafi orðið á aðgengi að áfengi sé þvert á lýðheilsustefnu og brjóti í bága við lög í landinu. „Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
„Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur
Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira