Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 13:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðum Europol. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. Í tilkynningu frá Europol kemur fram að aðgerðirnar hafi verið fordæmalausar og að lögð hefði verið áhersla á stöðva útgáfu og dreifingu áróðurs um hryðjuverk. Aðgerðirnar beindust sérstaklega að vefsíðum sem tengdust hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkinu. Fram kom á blaðamannafundi Europol í dag að á síðunum hafi verið að finna áróður auk þess sem samtökin nýttu þær til að safna liði og stunda róttæknihæningu [e. radicalization]. Þar voru einnig skipulagðar árásir og birtar handbækur. Aðgerðunum var stjórnað af spænsku lögreglunni en auk þeirra komu að aðgerðinni lögregla frá fjölda landa, svo sem Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Þýskaland, Moldóvu, Hollandi, Rúmeníu, Slókavíu, Úkraínu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á netþjónunum var að finna allskonar efni tengt hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og voru þeir notaðir til að dreifa efni um samtökin um allan heim. Þá var á síðunum að finna skilaboð um að hvetja til hryðjuverka á um 30 tungumálum. Vefsíðurnar og útvarpsstöðvarnar sem voru hýstar á netþjónunum voru aðgengilegar um allan heim. Í aðgerðinni var lagt hald á nokkur terabæt af gögnum. Aðgerðirnar voru skipulagðar og framkvæmdar í sameiningu af Eurojust og Europol. Fram kemur í tilkynningu frá Europol að aðgerðirnar séu hluti af stærri rannsókn. Europol hélt blaðamannafund um málið sem hægt er að horfa á hér að ofan. Hryðjuverkastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Í tilkynningu frá Europol kemur fram að aðgerðirnar hafi verið fordæmalausar og að lögð hefði verið áhersla á stöðva útgáfu og dreifingu áróðurs um hryðjuverk. Aðgerðirnar beindust sérstaklega að vefsíðum sem tengdust hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkinu. Fram kom á blaðamannafundi Europol í dag að á síðunum hafi verið að finna áróður auk þess sem samtökin nýttu þær til að safna liði og stunda róttæknihæningu [e. radicalization]. Þar voru einnig skipulagðar árásir og birtar handbækur. Aðgerðunum var stjórnað af spænsku lögreglunni en auk þeirra komu að aðgerðinni lögregla frá fjölda landa, svo sem Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Þýskaland, Moldóvu, Hollandi, Rúmeníu, Slókavíu, Úkraínu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á netþjónunum var að finna allskonar efni tengt hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og voru þeir notaðir til að dreifa efni um samtökin um allan heim. Þá var á síðunum að finna skilaboð um að hvetja til hryðjuverka á um 30 tungumálum. Vefsíðurnar og útvarpsstöðvarnar sem voru hýstar á netþjónunum voru aðgengilegar um allan heim. Í aðgerðinni var lagt hald á nokkur terabæt af gögnum. Aðgerðirnar voru skipulagðar og framkvæmdar í sameiningu af Eurojust og Europol. Fram kemur í tilkynningu frá Europol að aðgerðirnar séu hluti af stærri rannsókn. Europol hélt blaðamannafund um málið sem hægt er að horfa á hér að ofan.
Hryðjuverkastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira