Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 19:59 Hér má sjá hvernig nýi gróðurskálinn við Klausturhóla mun líta út inn í garðinum við heimilið. Aðsend Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. Klausturhóladagurinn er á morgun, sunnudaginn 16. júní en það er árlegur hátíðisdagur heimilis- og starfsfólks Klausturhóla þar sem verður meðal annars til sýnis og sölu handverk heimilismanna. Þennan dag hefst líka formlega söfnun á gróðurskála við heimilið. Handverk heimilisfólks verður til sýnis og sölu á Klausturhóladeginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum að fara að setja upp gróðurskála, heljar mikla byggingu, sem verður um 60 fermetrar. Það myndi gera mikið fyrir okkur en skálinn er ekki bara hugsað fyrir okkur, heldur líka fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu að koma hér og eiga góða stund saman, pota í mold og setjast niður og fá sér kaffisopa og kannski að taka í spil,” segir Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla. Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla úti í garði við heimilið þar sem gróðurskálinn verður byggður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök gróðurskálanefnd er að störfum vegna söfnunarinnar en samkvæmt upplýsingum þaðan er talið að gróðurskálinn gæti kostað á milli 40 og 50 milljónir króna. Nú þegar hefur fengist styrkur úr framkvæmdasjóði aldraðra til að byrja á byggingunni. „Ég vona að ef söfnunin fer vel af stað núna að það verði byrjað í sumar og svo er spurning hvað það kemst langt þá áður en það verður komin vetur,” bætir Margrét við. Þeir sem vilja taka þátt í söfnunni eða leggja henni lið á einhvern hátt geta haft samband við Margréti eða aðra starfsmenn á Klausturhólum. Hér má sjá upplýsingar um Klausturhóladaginn sunnudaginn 16. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárhreppur Hjúkrunarheimili Handverk Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Klausturhóladagurinn er á morgun, sunnudaginn 16. júní en það er árlegur hátíðisdagur heimilis- og starfsfólks Klausturhóla þar sem verður meðal annars til sýnis og sölu handverk heimilismanna. Þennan dag hefst líka formlega söfnun á gróðurskála við heimilið. Handverk heimilisfólks verður til sýnis og sölu á Klausturhóladeginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum að fara að setja upp gróðurskála, heljar mikla byggingu, sem verður um 60 fermetrar. Það myndi gera mikið fyrir okkur en skálinn er ekki bara hugsað fyrir okkur, heldur líka fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu að koma hér og eiga góða stund saman, pota í mold og setjast niður og fá sér kaffisopa og kannski að taka í spil,” segir Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla. Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla úti í garði við heimilið þar sem gróðurskálinn verður byggður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök gróðurskálanefnd er að störfum vegna söfnunarinnar en samkvæmt upplýsingum þaðan er talið að gróðurskálinn gæti kostað á milli 40 og 50 milljónir króna. Nú þegar hefur fengist styrkur úr framkvæmdasjóði aldraðra til að byrja á byggingunni. „Ég vona að ef söfnunin fer vel af stað núna að það verði byrjað í sumar og svo er spurning hvað það kemst langt þá áður en það verður komin vetur,” bætir Margrét við. Þeir sem vilja taka þátt í söfnunni eða leggja henni lið á einhvern hátt geta haft samband við Margréti eða aðra starfsmenn á Klausturhólum. Hér má sjá upplýsingar um Klausturhóladaginn sunnudaginn 16. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skaftárhreppur Hjúkrunarheimili Handverk Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira