Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 06:45 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf leyfi til hvalveiða fyrr í vikunni. Stöð 2/Einar Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira