Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2024 07:01 Bubbi á sviði í Borgarleikhúsinu. Hann hefur mætt á svo gott sem allar og mætir á þá síðustu í kvöld. Grímur Bjarnason Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. „Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins. Leikhús Tónlist Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
„Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins.
Leikhús Tónlist Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“