Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2024 07:01 Bubbi á sviði í Borgarleikhúsinu. Hann hefur mætt á svo gott sem allar og mætir á þá síðustu í kvöld. Grímur Bjarnason Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. „Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins. Leikhús Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
„Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins.
Leikhús Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira