85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2024 20:04 Magnús Þorfinnsson, heklumeistari á Klausturhólum, alltaf kallaður Magnús í Hæðargarði situr meira og minna við eitthvað alla daga og heklar og heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla
Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira