85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2024 20:04 Magnús Þorfinnsson, heklumeistari á Klausturhólum, alltaf kallaður Magnús í Hæðargarði situr meira og minna við eitthvað alla daga og heklar og heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla
Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira