„Ótímabært“ að segja til um hvort hún sækist eftir forystu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. júní 2024 13:57 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Rætt verður um að flýta landsfundi VG á stjórnarfundi flokksins í dag. Svandís Svavarsdóttir segir tímabært að hreyfingin stilli saman strengi í ljósi fylgistaps. Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís. Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Sjá meira
Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís.
Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24