„Ótímabært“ að segja til um hvort hún sækist eftir forystu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. júní 2024 13:57 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Rætt verður um að flýta landsfundi VG á stjórnarfundi flokksins í dag. Svandís Svavarsdóttir segir tímabært að hreyfingin stilli saman strengi í ljósi fylgistaps. Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís. Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís.
Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24