Friðjón svarar Steinunni fullum hálsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 20:11 Steinunn hefur gert Friðjón Friðjónsson að umfjöllunarefni í fyrri færslum. Vísir/Samsett Friðjón R. Friðjónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hluti af kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur til forseta, segir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur fara með „trumpískan óhróðrur“ í sinn garð. Hann segir margt ósatt í málflutningi Steinunnar og að hann minni helst á samsæriskenningar vestanhafs sem kenndar eru við QAnon. Þetta segir Friðjón í færslu sem hann birti á síðu sinni í Facebook sem svar við færslu Steinunnar frá í gær. Þar segist Steinunn aldrei hafa orðið vitni að jafnskaðræðislegri og ómerkilegri kosningabaráttu og hinni nýafstöðnu. „Sú grimmd og heift og frekja snýr ekki að sjálfri mér heldur að þeim andstæðingum sem sjálfstökufólkið í hirð Katrínar sýndi verðum frambjóðendum í aðdraganda kosninganna,“ skrifar Steinunn. Hún vill meina að stuðningsfólk Katrínar hafi staðið í rætnum árásum á helstu andstæðinga hennar, sér í lagi Baldri Þórhallssyni og Höllu Hrund Logadóttur. Í færslunni beinir hún einnig skeytum sínum að áðurnefndum Friðjóni Friðjónssyni sem hún kallar óheiðarlegan og siðlausan. Málflutningur Steinunnar minni á samsæriskenningar Friðjón segist ekki hafa verið kosningastjóri Katrínar heldur hafi hann gengið til liðs við framboð hennar þremur vikum eftir að það hófst. Þar með sé hann þó ekki að víkja sér undan ábyrgð. „Kosningabarátta Katrínar var að mínu mati mjög vel skipulögð, skemmtileg og heiðarleg. Frambjóðandinn var upplýstur um allt sem við gerðum. Enda var mikið af reyndu fólki sem kunni að vinna saman þar um borð. Þetta var "drama-minnsta" kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í,“ skrifar Friðjón. „Auðvitað eru alltaf einhver ef og hefði tilvik en þetta var ein best framkvæmda kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í og þrátt fyrir mjög ólíkar pólitískar skoðanir þá eru kynni mín af fólkinu sem vann að kjöri Katrínar þannig að ég myndi glaður vinna eitthvað verkefni með þeim aftur,“ skrifar hann. Friðjón segir enginn stýra fjölmiðlum landsins á bak við tjöldin og að fullyrðingar Steinunnar minni á samsæriskenningar QAnon í vesturheimi. „Ég get sagt að mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Thorhallsson um myndina úr klúbbnum. En svo svaraði Baldur spurningunni ákaflega vel og þar með var það mál dautt og kjaftasögurnar líka,“ skrifar Friðjón og segir það sama eiga við um þegar Halla Hrund var gestur í þætti Stefáns. Frambjóðendur eigi ekki að hlutast til um umfjöllun Fjölmiðlar elti fréttir sem fólk sem hafi áhuga. Þetta hafi fyrrverandi ristjóri fjölmiðils átt að vita. „Trúir því einhver í alvöru að Morgunblaðið og RÚV hafi tekið saman höndum að rægja ákveðna frambjóðendur?“ spyr Friðjón sig. Friðjón segir það áhyggjuefni að frambjóðendur skuli ætla að hlutast til um umfjöllun fjölmiðla. Þar á hann við að Steinunn Ólína hafi gert athugasemdir við seinni kappræður Ríkisútvarpsins sem var tvískiptur eftir fylgi í skoðanakönnunum. „Búllýisminn í þeirri aðgerð er á mörkum þess að vera aðför að frelsi fjölmiðla og ég varð feginn þegar Katrín sagðist treysta RÚV til að ráða. Fyrstu kappræðurnar, þar sem allir mættu voru skemmtilegar og hefði alveg mátt endurtaka. En við viljum ekki að frambjóðendur eða valdhafar setji fjölmiðlum stólinn fyrir dyrnar um hvernig þeir eigi að hafa sinni umfjöllun. Það er grundvallarmál í sjálfstæði fjölmiðla,“ skrifar Friðjón. „Trumpísk“ vinnubrögð Hann segist þó geta tekið undir málflutning Steinunnar um rætna og skaðræðislega kosningabaráttu en hann segir árásirnar fyrst og fremst hafa beinst að Katrínu Jakobsdóttur og stuðningsmönnum hennar. „Uppnámið og árásirnar sem til að mynda Vilhjálmur Birgisson, Bubbi Morthens og Sveinn Runar Hauksson urðu fyrir þegar þeir lýstu stuðningi við Katrínu voru með þeim ógeðfelldari sem ég hef séð í þjóðmálaumræðu,“ segir Friðjón. „Þessi Trumpísku vinnubrögð, að slengja fram óhróðri og fá þannig athygli fólks og fjölmiðla virkuðu vestanhafs fyrir 8 árum og hafa verið reynd víða síðan. Það er vonandi að þau nái ekki fótfestu hér og það er á ábyrgð fjölmiðla að skygnast á bak við yfirlýsingarnar og átta sig á því að 0.64% er ekki þjóðin,“ segir Friðjón en það var fylgi Steinunnar Ólínu í kosningunum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þetta segir Friðjón í færslu sem hann birti á síðu sinni í Facebook sem svar við færslu Steinunnar frá í gær. Þar segist Steinunn aldrei hafa orðið vitni að jafnskaðræðislegri og ómerkilegri kosningabaráttu og hinni nýafstöðnu. „Sú grimmd og heift og frekja snýr ekki að sjálfri mér heldur að þeim andstæðingum sem sjálfstökufólkið í hirð Katrínar sýndi verðum frambjóðendum í aðdraganda kosninganna,“ skrifar Steinunn. Hún vill meina að stuðningsfólk Katrínar hafi staðið í rætnum árásum á helstu andstæðinga hennar, sér í lagi Baldri Þórhallssyni og Höllu Hrund Logadóttur. Í færslunni beinir hún einnig skeytum sínum að áðurnefndum Friðjóni Friðjónssyni sem hún kallar óheiðarlegan og siðlausan. Málflutningur Steinunnar minni á samsæriskenningar Friðjón segist ekki hafa verið kosningastjóri Katrínar heldur hafi hann gengið til liðs við framboð hennar þremur vikum eftir að það hófst. Þar með sé hann þó ekki að víkja sér undan ábyrgð. „Kosningabarátta Katrínar var að mínu mati mjög vel skipulögð, skemmtileg og heiðarleg. Frambjóðandinn var upplýstur um allt sem við gerðum. Enda var mikið af reyndu fólki sem kunni að vinna saman þar um borð. Þetta var "drama-minnsta" kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í,“ skrifar Friðjón. „Auðvitað eru alltaf einhver ef og hefði tilvik en þetta var ein best framkvæmda kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í og þrátt fyrir mjög ólíkar pólitískar skoðanir þá eru kynni mín af fólkinu sem vann að kjöri Katrínar þannig að ég myndi glaður vinna eitthvað verkefni með þeim aftur,“ skrifar hann. Friðjón segir enginn stýra fjölmiðlum landsins á bak við tjöldin og að fullyrðingar Steinunnar minni á samsæriskenningar QAnon í vesturheimi. „Ég get sagt að mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Thorhallsson um myndina úr klúbbnum. En svo svaraði Baldur spurningunni ákaflega vel og þar með var það mál dautt og kjaftasögurnar líka,“ skrifar Friðjón og segir það sama eiga við um þegar Halla Hrund var gestur í þætti Stefáns. Frambjóðendur eigi ekki að hlutast til um umfjöllun Fjölmiðlar elti fréttir sem fólk sem hafi áhuga. Þetta hafi fyrrverandi ristjóri fjölmiðils átt að vita. „Trúir því einhver í alvöru að Morgunblaðið og RÚV hafi tekið saman höndum að rægja ákveðna frambjóðendur?“ spyr Friðjón sig. Friðjón segir það áhyggjuefni að frambjóðendur skuli ætla að hlutast til um umfjöllun fjölmiðla. Þar á hann við að Steinunn Ólína hafi gert athugasemdir við seinni kappræður Ríkisútvarpsins sem var tvískiptur eftir fylgi í skoðanakönnunum. „Búllýisminn í þeirri aðgerð er á mörkum þess að vera aðför að frelsi fjölmiðla og ég varð feginn þegar Katrín sagðist treysta RÚV til að ráða. Fyrstu kappræðurnar, þar sem allir mættu voru skemmtilegar og hefði alveg mátt endurtaka. En við viljum ekki að frambjóðendur eða valdhafar setji fjölmiðlum stólinn fyrir dyrnar um hvernig þeir eigi að hafa sinni umfjöllun. Það er grundvallarmál í sjálfstæði fjölmiðla,“ skrifar Friðjón. „Trumpísk“ vinnubrögð Hann segist þó geta tekið undir málflutning Steinunnar um rætna og skaðræðislega kosningabaráttu en hann segir árásirnar fyrst og fremst hafa beinst að Katrínu Jakobsdóttur og stuðningsmönnum hennar. „Uppnámið og árásirnar sem til að mynda Vilhjálmur Birgisson, Bubbi Morthens og Sveinn Runar Hauksson urðu fyrir þegar þeir lýstu stuðningi við Katrínu voru með þeim ógeðfelldari sem ég hef séð í þjóðmálaumræðu,“ segir Friðjón. „Þessi Trumpísku vinnubrögð, að slengja fram óhróðri og fá þannig athygli fólks og fjölmiðla virkuðu vestanhafs fyrir 8 árum og hafa verið reynd víða síðan. Það er vonandi að þau nái ekki fótfestu hér og það er á ábyrgð fjölmiðla að skygnast á bak við yfirlýsingarnar og átta sig á því að 0.64% er ekki þjóðin,“ segir Friðjón en það var fylgi Steinunnar Ólínu í kosningunum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira