Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 16:09 Ljósmyndin til vinstri er af hluta hópsins við Keflavíkurflugvöll en hin frá Öxnadalnum úr rútuferð hópsins. Ljósmynd/Samsett mynd Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“. Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“.
Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira