Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 16:09 Ljósmyndin til vinstri er af hluta hópsins við Keflavíkurflugvöll en hin frá Öxnadalnum úr rútuferð hópsins. Ljósmynd/Samsett mynd Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“. Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“.
Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira