Segir rógburð að sendlar Wolt séu á „skammarlega lágum launum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:04 Tuttugu sendlar, sem störfuðu á samnýttum reikningum starfsmanna Wolt án atvinnuréttinda, sæta nú kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Wolt/MIKA BAUMEISTER Upplýsingafulltrúi Wolt segir ekki rétt að fyrirtækið borgi starfsmönnum sínum skammarlega lág laun, eins og Vísir hafði eftir sviðsstjóra og sérfræðingi ASÍ í gær. Hann segir fyrirtækið hafa reynt að miðla málum við Alþýðusambandið án árangurs. Í skoðanagrein Halldórs Oddssonar sviðstjóra og Sögu Kjartansdóttur sérfræðings hjá ASÍ sem birtist á Vísi í gær fjölluðu þau um starfsemi sendlafyrirtækisins Wolt. Þau sögðu Wolt slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Þá sögðu þau Wolt nýta sér einstaklinga í berskjaldaðri stöðu og skora á neytendur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér grunsamlega ódýra þjónustu. Christian Kamhaug upplýsingafulltrúi hjá Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg sendi fréttastofu umsögn vegna málsins. Hann segir ásakanir Halldórs og Sögu um að fyrirtækið borgi skammarlega lág laun móðgandi og ekki réttar. „Ef við værum að borga svona lág laun fengjum við engar starfsumsóknir. Þvert á móti er vill fjöldi fólks vinna fyrir okkur,“ segir í bréfi Christians. Hann segir að til þess að tryggja að sendlarnir hafi nóg að gera og þéni þar af leiðandi nóg sé séð til þess að takmarkaður fjöldi sendla starfi á hverju svæði. Sendlar fái tæplega fimm þúsund á tímann Þá segir hann gjaldið sem viðskiptavinur greiðir fyrir heimsendingu á Wolt, sem er er á bilinu 499 til 1249 krónur, sé ekki sú upphæð sem sendill fær greidda fyrir hverja heimsendingu. Sendlar fái að meðaltali 1720 krónur fyrir hverja sendingu og í kringum 4800 krónur á tímann. Þeir vinni að meðaltali áttatíu klukkustundir á mánuði. Christian ítrekar það sem áður hefur komið fram, að þeir tuttugu sendlar sem eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda, séu ekki starfsmenn hjá Wolt heldur hafi ólögleg samnýting reikninga átt sér stað, þar sem samningsbundinn verktaki áframseldi verkið til óvottaðs einstaklings. Hann segir Wolt ekki hafa verið gert kunnugt um að slík starfsemi hafði viðgengst fyrr en Vísir greindi frá málinu síðustu viku. Þá hafi fyrirtækið haft samband við lögreglu og boðið fram aðstoð við rannsóknina. Frá mánudegi hafi andlitsskanni verið virkjaður í Wolt-appinu fyrir sendla til þess að koma í veg fyrir að starfsmenn samnýti reikninga sína með fólki án atvinnuréttinda. Senda opið fundarboð til ASÍ Christian segir forsvarsmenn Wolt hafa haft samband við ASÍ þegar fyrirtækið fór á íslenskan markað síðasta sumar. ASÍ hafi verið boðið að funda með fyrirtækinu þar sem sambandið gæti gengið úr skugga um að starfsmenn fengju sanngjarnan samning. Alþýðusambandið hafi hafnað því fundarboði. „Við skorum á ASÍ að funda með okkur aftur til þess að við getum sýnt þeim að rekstur okkar er fullkomlega ábyrgur, færir viðskiptavinum þægilega þjónustu, veitingastöðum auknar tekjur og nú atvinnutækifæri,“ segir Christian í bréfinu. Hann segir fyrirtækið ekki á móti því að gera kjarasamninga. Samningar hafi verði gerðir við verktaka Wolt í öðrum löndum. „Við viljum gjarnan funda með ASÍ eða hvaða íslenska stéttarfélagi sem er, og gera nýstárlegan kjarasamning fyrir sjálfstæða verktaka,“ segir Christian. Síðast þegar Wolt hafi haft samband við ASÍ hafi ekki annað komið til greina af hálfu sambandsins en samningar sem gera ráð fyrir fullri atvinnu. „Við viljum gjarnan eiga góðar umræður við stéttarfélög til að sendlum okkar bjóðist betri vend og aukin réttindi, en í leið sá sveigjanleiki sem bæði við og þeir nmetum mikils,“ segir að lokum. Vinnumarkaður ASÍ Veitingastaðir Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Í skoðanagrein Halldórs Oddssonar sviðstjóra og Sögu Kjartansdóttur sérfræðings hjá ASÍ sem birtist á Vísi í gær fjölluðu þau um starfsemi sendlafyrirtækisins Wolt. Þau sögðu Wolt slá met í ábyrgðar- og skeytingarleysi í máli tuttugu einstaklinga sem kærðir hafa verið fyrir að starfa hjá fyrirtækinu án atvinnuréttinda. Þá sögðu þau Wolt nýta sér einstaklinga í berskjaldaðri stöðu og skora á neytendur að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér grunsamlega ódýra þjónustu. Christian Kamhaug upplýsingafulltrúi hjá Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg sendi fréttastofu umsögn vegna málsins. Hann segir ásakanir Halldórs og Sögu um að fyrirtækið borgi skammarlega lág laun móðgandi og ekki réttar. „Ef við værum að borga svona lág laun fengjum við engar starfsumsóknir. Þvert á móti er vill fjöldi fólks vinna fyrir okkur,“ segir í bréfi Christians. Hann segir að til þess að tryggja að sendlarnir hafi nóg að gera og þéni þar af leiðandi nóg sé séð til þess að takmarkaður fjöldi sendla starfi á hverju svæði. Sendlar fái tæplega fimm þúsund á tímann Þá segir hann gjaldið sem viðskiptavinur greiðir fyrir heimsendingu á Wolt, sem er er á bilinu 499 til 1249 krónur, sé ekki sú upphæð sem sendill fær greidda fyrir hverja heimsendingu. Sendlar fái að meðaltali 1720 krónur fyrir hverja sendingu og í kringum 4800 krónur á tímann. Þeir vinni að meðaltali áttatíu klukkustundir á mánuði. Christian ítrekar það sem áður hefur komið fram, að þeir tuttugu sendlar sem eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda, séu ekki starfsmenn hjá Wolt heldur hafi ólögleg samnýting reikninga átt sér stað, þar sem samningsbundinn verktaki áframseldi verkið til óvottaðs einstaklings. Hann segir Wolt ekki hafa verið gert kunnugt um að slík starfsemi hafði viðgengst fyrr en Vísir greindi frá málinu síðustu viku. Þá hafi fyrirtækið haft samband við lögreglu og boðið fram aðstoð við rannsóknina. Frá mánudegi hafi andlitsskanni verið virkjaður í Wolt-appinu fyrir sendla til þess að koma í veg fyrir að starfsmenn samnýti reikninga sína með fólki án atvinnuréttinda. Senda opið fundarboð til ASÍ Christian segir forsvarsmenn Wolt hafa haft samband við ASÍ þegar fyrirtækið fór á íslenskan markað síðasta sumar. ASÍ hafi verið boðið að funda með fyrirtækinu þar sem sambandið gæti gengið úr skugga um að starfsmenn fengju sanngjarnan samning. Alþýðusambandið hafi hafnað því fundarboði. „Við skorum á ASÍ að funda með okkur aftur til þess að við getum sýnt þeim að rekstur okkar er fullkomlega ábyrgur, færir viðskiptavinum þægilega þjónustu, veitingastöðum auknar tekjur og nú atvinnutækifæri,“ segir Christian í bréfinu. Hann segir fyrirtækið ekki á móti því að gera kjarasamninga. Samningar hafi verði gerðir við verktaka Wolt í öðrum löndum. „Við viljum gjarnan funda með ASÍ eða hvaða íslenska stéttarfélagi sem er, og gera nýstárlegan kjarasamning fyrir sjálfstæða verktaka,“ segir Christian. Síðast þegar Wolt hafi haft samband við ASÍ hafi ekki annað komið til greina af hálfu sambandsins en samningar sem gera ráð fyrir fullri atvinnu. „Við viljum gjarnan eiga góðar umræður við stéttarfélög til að sendlum okkar bjóðist betri vend og aukin réttindi, en í leið sá sveigjanleiki sem bæði við og þeir nmetum mikils,“ segir að lokum.
Vinnumarkaður ASÍ Veitingastaðir Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira