Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona, sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi.
Mótmælin á vegum félagsins Ísland-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa sýnt af sér einbeittan brotavilja. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu mun fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum.
Ríkislögreglustjóri ákvað síðdegis í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnarstig af neyðarstigi á hættustig vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur fer yfir stöðuna í beinni útsendingu.
Og í kvöldfréttum kíkjum við á árlega húðflúrráðstefnu. Aldrei að vita en við fáum að fylgjast með fréttamanni fá húðflúr í beinni.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.