Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2024 11:21 Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða.
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42