Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2024 11:21 Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða.
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42