Innlent

Gos lík­legt innan stundar og Grinda­vík rýmd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum þennan daginn verður sjónum að sjálfsögðu helst beint út á Reykjanes. 

Snörp skjálftahrina hófst þar í morgun og hafa almannavarnir ákveðið að rýma Grindavík til öryggis. Við verðum í beinni frá Skógarhlíð og væntanlega einnig frá Reykjanesinu sjálfu. 

Að auki fjöllum við um mögulegar hvalveiðar í sumar en Hafró skilar sinni umsögn um málið síðar í dag. 

Einnig verður rætt við Vegagerðina um rútuslysið sem varð á dögunum og tökum stöðuna á utankjörfundaratkvæðagreiðslunni fyrir komandi kosningar.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 29. maí 2024Fleiri fréttir

Sjá meira


×