Vill kvittanir frá framboði Höllu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 22:56 Framboð Höllu Hrundar Logadóttur segir myndefnið fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Vísir/Vilhelm Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira