Heilablóðfall sjaldgæfur fylgikvilli eftir ósæðarlokuskipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 14:42 Elín Metta Jensen, læknanemi og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, vann rannsóknina undir leiðsögn Tómasar Guðbjartssonar læknis. Kristinn Ingvarsson Tíðni heilablóðfalls í kjölfar ósæðarlokuskiptaaðgerða á nærri tveggja áratuga tímabili á Landspítala reyndist innan við 2% sem telst lágt og áþekkt því sem gengur og gerist á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala sem greint er frá í maíblaði Læknablaðsins. Kransæðahjáveita og ósæðarlokuskipti eru langalgengustu opnu hjartaaðgerðirnar á Vesturlöndum, m.a. á Íslandi. Í 90% tilfella er lokunni skipt út vegna kölkunar í henni en kölkunin veldur ósæðarlokuþrengslum og hjartabilun. Oftast er notast við lífræna gerviloku úr svíni eða gollurshúsi kálfs en í u.þ.b. 10% tilvika gerviloku úr hertu kolefni. Einn af alvarlegustu fylgikvillum ósæðarlokuskipta er heilablóðfall sem getur aukið tíðni annarra fylgikvilla, skert lífsgæði og jafnvel dregið sjúklinga til dauða. Í þessari rannsókn, sem náði til 740 sjúklinga á Landspítala, var árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi á 18 ára tímabii (2002-2019) kannaður með áherslu á tíðni og afdrif sjúklinga sem fengu snemmkomið heilablóðfall eftir aðgerðina. Þrettán sjúklingar (1,8%) greindust með heilablóðfall þar sem helftarlömun og málstol reyndust algengustu einkennin. Ánægjulegt var að í rúmum helmingi tilvika hurfu einkenni á tveimur fyrstu sólarhringum frá aðgerð og hjá 70% sjúklinga á fyrsta mánuði frá aðgerð. Aðeins einn þessara 13 sjúklinga lést innan 30 daga frá aðgerð. Sjúklingarnir sem fengu heilablóðfall voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópur en tíðni annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og annarra alvarlegra fylgikvilla en heilablóðfalls auk aðgerðartengdra þátta reyndist svipuð hjá báðum hópum. Legutími sjúklinga með heilablóðfall var fjórum dögum lengri en hinna, þar af þurftu þeir tvo sólarhringa á gjörgæslu í stað eins. Það er ályktun höfunda út frá þessum niðurstöðum að tíðni heilablóðfalls eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi sé lág og sambærileg við tíðni á mun stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þrátt fyrir að um sé að ræða alvarlegan fylgikvilla er athyglisvert að flestir sjúklingar sem fengu heilablóðfall voru lifandi mánuði eftir aðgerð og hjá meirihluta þeirra gengu einkenni til baka. Nálgast má greinina hér. Heilbrigðismál Vísindi Háskólar Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kransæðahjáveita og ósæðarlokuskipti eru langalgengustu opnu hjartaaðgerðirnar á Vesturlöndum, m.a. á Íslandi. Í 90% tilfella er lokunni skipt út vegna kölkunar í henni en kölkunin veldur ósæðarlokuþrengslum og hjartabilun. Oftast er notast við lífræna gerviloku úr svíni eða gollurshúsi kálfs en í u.þ.b. 10% tilvika gerviloku úr hertu kolefni. Einn af alvarlegustu fylgikvillum ósæðarlokuskipta er heilablóðfall sem getur aukið tíðni annarra fylgikvilla, skert lífsgæði og jafnvel dregið sjúklinga til dauða. Í þessari rannsókn, sem náði til 740 sjúklinga á Landspítala, var árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi á 18 ára tímabii (2002-2019) kannaður með áherslu á tíðni og afdrif sjúklinga sem fengu snemmkomið heilablóðfall eftir aðgerðina. Þrettán sjúklingar (1,8%) greindust með heilablóðfall þar sem helftarlömun og málstol reyndust algengustu einkennin. Ánægjulegt var að í rúmum helmingi tilvika hurfu einkenni á tveimur fyrstu sólarhringum frá aðgerð og hjá 70% sjúklinga á fyrsta mánuði frá aðgerð. Aðeins einn þessara 13 sjúklinga lést innan 30 daga frá aðgerð. Sjúklingarnir sem fengu heilablóðfall voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópur en tíðni annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og annarra alvarlegra fylgikvilla en heilablóðfalls auk aðgerðartengdra þátta reyndist svipuð hjá báðum hópum. Legutími sjúklinga með heilablóðfall var fjórum dögum lengri en hinna, þar af þurftu þeir tvo sólarhringa á gjörgæslu í stað eins. Það er ályktun höfunda út frá þessum niðurstöðum að tíðni heilablóðfalls eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi sé lág og sambærileg við tíðni á mun stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þrátt fyrir að um sé að ræða alvarlegan fylgikvilla er athyglisvert að flestir sjúklingar sem fengu heilablóðfall voru lifandi mánuði eftir aðgerð og hjá meirihluta þeirra gengu einkenni til baka. Nálgast má greinina hér.
Heilbrigðismál Vísindi Háskólar Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira