Forsetaáskorunin: „Held að geimverur séu á meðal vor“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 19:00 Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jón Gunnar Kristinsson er í framboði til forseta Íslands. Ég býð mig fram til forseta Íslands meðal annars því mér finnst komið nóg af neikvæðni og leiðindum í okkar fallega landi og mig langar að komast í aðstöðu til að vinna á móti því með áhrifaríkari leiðum en ég hef þegar gert sem listamaður. Að mínu viti á forseti Íslands að vera stemningsmaður, einhver sem blæs fólki kjark í brjóst þegar á móti blæs, stendur með því í erfiðleikum og fagnar með því þegar vel gengur. Forseti Íslands á að vera virkur í þjóðmálaumræðu, sérstaklega þar sem halda þarf uppi vörnum fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu og að vera vakandi fyrir því að engir þjóðfélagshópar gleymist. Forsetinn þarf að vera með puttann á púlsinum og skynja stemninguna í samfélaginu á hverri stundu. Hann á að nota stöðu sína til að leiða til sátta þar sem ósætti er. Forsetinn þarf líka að hafa sjarma og útgeislun, vera áhugaverður og skemmtilegur fulltrúi okkar áhugaverðu og skemmtilegu þjóðar. Við Íslendingar erum nefnilega mjög sérstök þjóð. Við höfum gríðarlega mikla aðlögunarhæfni, kunnum að meta sérkenni og erum sjálf þekkt um allan heim fyrir að vera sérkennilegt fólk. Einmitt vegna þessa þurfum við sérkennilegan forseta. Meðal brýnustu viðfangsefna forseta Íslands er sú vandmeðfarna nálgun á með hvaða hætti við ætlum að nýta auðlindir okkar og að við gerum það í sem mestri sátt. Samband menningar og náttúru þarf alltaf að byggja á málamiðlun og þar gegnir forsetinn veigamiklu hlutverki. Það er brýnt að sætta ólíka hópa á Íslandi áður en það er orðið um seinan. Það þarf að hjálpa innflytjendum að aðlagast samfélaginu betur, það þarf að brúa bilið milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Það þarf að finna leið til að sætta “góða fólkið” og “vonda fólkið.” Þar mun ég sem forseti gegna lykilhlutverki. Það þarf að efla og styrkja íslenska tungu og ég held að fáir séu betur fallnir til þess en ég. Alla mína ævi hefur íslenskan verið mitt helsta verkfæri, bæði í sköpun og list, og ég elska hana af öllu hjarta. Að baki helstu kosta minna til embættisins liggur yfirgripsmikil og fjölbreytt lífsreynsla, margslungið vald á íslenskri tungu, hæfni til að beita henni á skapandi og áhrifaríkan hátt og að hafa jákvæð áhrif á fólk. Ég hef farið óhefðbundnar leiðir í lífinu sem veita mér skarpa innsýn inn í svo margar hliðar á íslensku samfélagi. Ég hef til dæmis starfað á geðdeild Landspítalans, sem leigubílstjóri (er líka með meirapróf), tekið þátt í að framleiða Volvo-bifreiðar í Svíþjóð, starfað við skógarhögg, skrifað fjölda bóka, ritverka, leikrita og sjónvarpsþátta og meira að segja verið borgarstjóri! Og af öllum sex frambjóðendunum í efstu sætum skoðanakannana er ég sá eini sem er nú sjálfstætt starfandi. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Jón Gnarr Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Skorradalur. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Fá að vera með búskap á Bessastöðum. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Mannstu ekki eftir mér. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Held að geimverur séu á meðal vor. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Osso bucco og ískalt sódavatn. Uppáhalds bíómynd? Interstellar. Hefur þú komist í kast við lögin? Nokkru sinnum verið kærður fyrir grín, en aldrei dæmdur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Moltugerð. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Breaking Bad. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Kraftganga. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei ég sakna einskins, enda einskis að sakna. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég var tekinn fyrir á drag klúbbi á New York. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Flugufrelsarinn. Áttu þér draumabíl? Volksvagen ID bus. Hvernig slappar þú af? Garðyrkja er fyrir mér spa. Ertu með húðflúr? Já. Helling. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Fjölskyldumynd. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Friðrik IX og ég myndi spyrja „Má ég sjá tattooin þín”. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Nei ekkert. Jóga og Jón - frjáls eftir fjögur ár af borgarstjórnarstarfi Jóns. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Heros of might and magic 2. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Sveppi. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Ásdísi Rán. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Mér finnst þýsk matargerð bera af allir evrópskri matargerð. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Jón Gunnar Kristinsson er í framboði til forseta Íslands. Ég býð mig fram til forseta Íslands meðal annars því mér finnst komið nóg af neikvæðni og leiðindum í okkar fallega landi og mig langar að komast í aðstöðu til að vinna á móti því með áhrifaríkari leiðum en ég hef þegar gert sem listamaður. Að mínu viti á forseti Íslands að vera stemningsmaður, einhver sem blæs fólki kjark í brjóst þegar á móti blæs, stendur með því í erfiðleikum og fagnar með því þegar vel gengur. Forseti Íslands á að vera virkur í þjóðmálaumræðu, sérstaklega þar sem halda þarf uppi vörnum fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu og að vera vakandi fyrir því að engir þjóðfélagshópar gleymist. Forsetinn þarf að vera með puttann á púlsinum og skynja stemninguna í samfélaginu á hverri stundu. Hann á að nota stöðu sína til að leiða til sátta þar sem ósætti er. Forsetinn þarf líka að hafa sjarma og útgeislun, vera áhugaverður og skemmtilegur fulltrúi okkar áhugaverðu og skemmtilegu þjóðar. Við Íslendingar erum nefnilega mjög sérstök þjóð. Við höfum gríðarlega mikla aðlögunarhæfni, kunnum að meta sérkenni og erum sjálf þekkt um allan heim fyrir að vera sérkennilegt fólk. Einmitt vegna þessa þurfum við sérkennilegan forseta. Meðal brýnustu viðfangsefna forseta Íslands er sú vandmeðfarna nálgun á með hvaða hætti við ætlum að nýta auðlindir okkar og að við gerum það í sem mestri sátt. Samband menningar og náttúru þarf alltaf að byggja á málamiðlun og þar gegnir forsetinn veigamiklu hlutverki. Það er brýnt að sætta ólíka hópa á Íslandi áður en það er orðið um seinan. Það þarf að hjálpa innflytjendum að aðlagast samfélaginu betur, það þarf að brúa bilið milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Það þarf að finna leið til að sætta “góða fólkið” og “vonda fólkið.” Þar mun ég sem forseti gegna lykilhlutverki. Það þarf að efla og styrkja íslenska tungu og ég held að fáir séu betur fallnir til þess en ég. Alla mína ævi hefur íslenskan verið mitt helsta verkfæri, bæði í sköpun og list, og ég elska hana af öllu hjarta. Að baki helstu kosta minna til embættisins liggur yfirgripsmikil og fjölbreytt lífsreynsla, margslungið vald á íslenskri tungu, hæfni til að beita henni á skapandi og áhrifaríkan hátt og að hafa jákvæð áhrif á fólk. Ég hef farið óhefðbundnar leiðir í lífinu sem veita mér skarpa innsýn inn í svo margar hliðar á íslensku samfélagi. Ég hef til dæmis starfað á geðdeild Landspítalans, sem leigubílstjóri (er líka með meirapróf), tekið þátt í að framleiða Volvo-bifreiðar í Svíþjóð, starfað við skógarhögg, skrifað fjölda bóka, ritverka, leikrita og sjónvarpsþátta og meira að segja verið borgarstjóri! Og af öllum sex frambjóðendunum í efstu sætum skoðanakannana er ég sá eini sem er nú sjálfstætt starfandi. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Jón Gnarr Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Skorradalur. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Fá að vera með búskap á Bessastöðum. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Mannstu ekki eftir mér. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Held að geimverur séu á meðal vor. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Osso bucco og ískalt sódavatn. Uppáhalds bíómynd? Interstellar. Hefur þú komist í kast við lögin? Nokkru sinnum verið kærður fyrir grín, en aldrei dæmdur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Moltugerð. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Breaking Bad. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Kraftganga. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei ég sakna einskins, enda einskis að sakna. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég var tekinn fyrir á drag klúbbi á New York. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Flugufrelsarinn. Áttu þér draumabíl? Volksvagen ID bus. Hvernig slappar þú af? Garðyrkja er fyrir mér spa. Ertu með húðflúr? Já. Helling. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Fjölskyldumynd. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Friðrik IX og ég myndi spyrja „Má ég sjá tattooin þín”. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Nei ekkert. Jóga og Jón - frjáls eftir fjögur ár af borgarstjórnarstarfi Jóns. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Heros of might and magic 2. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Sveppi. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Ásdísi Rán. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Mér finnst þýsk matargerð bera af allir evrópskri matargerð.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira