Lífið

Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi eru ung og ástfangin. Og nú eru þau orðin hjón.
Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi eru ung og ástfangin. Og nú eru þau orðin hjón. Getty

Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári.

Hin tvítuga Bobby Brown er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Strange Things en Bongiovi er þekktastur fyrir að vera sonur tónlistarmannsins Jon Bon Jovi.

Að sögn fréttamiðla vestanhafs var um lágstemmda athöfn fyrir nánustu fjölskyldumeðlimi hjónanna. Foreldrar þeirra beggja voru viðstaddir en ekki kemur fram hvar nákvæmlega athöfnin fór fram. 

Fréttamiðlar herma að hjónin hyggist halda stærri athöfn seinna á þessu ári.

Byrjuðu saman fyrir þremur árum

Brown og Bongiovi kynntust fyrst árið 2021 þegar hún var sautján og hann nítján og varð vinskapurinn fljótt að sambandi. 

Parið lét síðan sjá sig reglulega saman á rauða dreglinum áður en Brown lýsti Bongiovi sem „maka sínum fyrir lífstíð“ í upphafi árs 2023. Fjórum mánuðum síðar, 11. apríl 2023, trúlofuðu þau sig og nú ári síðar er unga parið gift.

Í vikunni sást síðan til hjónanna í Hamptons-hverfinu í Long Island þar sem þau keyrðu um á ljósbláum sportbíl og veifuðu giftingarhringunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×