Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2024 19:11 Marktækur munur er á Katrínu Jakobsdóttur í fyrsta sætinu og Höllu Tómasdóttur í öðru sæti. Hall Hrund Logadóttir heldur áfram að tapa fylgi. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu. Katrín mælist nú með 25,7 prósent, einu prósentustigi minna en í síðustu könnun Maskínu fyrir viku. Halla Tómasdóttir er áfram á siglingu upp á við og vermir nú annað sætið með 18,6 prósent, bætir við sig 3,7 prósentustigum frá síðustu könnun. Marktækur munur er hins vegar á fylgi hennar og Katrínar. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, bætir við sig tveimur prósentustigum. Halla Hrund Logadóttir heldur áfram að tapa fylgi á milli kannana Maskínu. Hún mælist nú með 16,6 prósenta fylgi, tapar 5,2 prósentustigum frá síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Höllu Hrundar. Halla Tómasdóttir hefur ástæðu til að fagna þar sem hún heldur áfram að bæta við sig verulegu fylgi.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er nánast með sama fylgi og í könnun Maskínu fyrir viku eða 12,4 prósent. Það sama á við um Arnar Þór Jónsson sem er með 5,4 prósent. Hinir sex frambjóðendurnir eru samanlagt með 3,1 prósent og hefur fylgi þeirra ekki breyst til neinna muna í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Það er fróðlegt að skoða þróun á fylgi efstu frambjóðenda í þeim sjö könnunum sem Maskína hefur gert. Katrín var með tæplega 33 prósenta fylgi hinn 8. apríl, aðeins minna í næstu könnun þar á eftir en hefur síðan verið á svipuðum slóðum með 25 til 27 prósent. Hér má glögglega sjá þær miklu hreyfingar sem verið hafa á fylgi sex efstu frambjóðenda í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Fjólubláa línan sýnir mikla fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur.Grafík/Sara Baldur vermdi annað sætið til að byrja með en mælist nú með 8,5 prósentustigum minna fylgi en í fyrstu könnuninni. Hall Hrund tók hástökk í forystusætið hinn 26. apríl og hélt forystunni þar til hún tapaði miklu fylgi í síðustu könnun og áfram í könnun dagsins í dag. Hún hefur tapað 13,1 prósentustigi frá því fylgi hennar var mest í 29,7 prósentum hinn 8. maí. Jón Gnarr hélt lengi þriðja sætinu prósentulega séð. Hann hefur misst 7,2 prósentustig frá fyrstu könnun Maskínu og er nú í fjórða sæti. Halla Tómasdóttir hefur hins vegar bætt við sig miklu fylgi. Tæplega þrefaldaði það í síðustu könnun og bætir um betur í dag. Það er þó rétt að árétta að ekki er marktækur munur á henni, Baldri og Höllu Hrund sem má segja að séu saman í öðru til fjórða sæti. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. 23. maí 2024 10:15 Æsandi bíltúr norður í land Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara. 22. maí 2024 11:17 Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Katrín mælist nú með 25,7 prósent, einu prósentustigi minna en í síðustu könnun Maskínu fyrir viku. Halla Tómasdóttir er áfram á siglingu upp á við og vermir nú annað sætið með 18,6 prósent, bætir við sig 3,7 prósentustigum frá síðustu könnun. Marktækur munur er hins vegar á fylgi hennar og Katrínar. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, bætir við sig tveimur prósentustigum. Halla Hrund Logadóttir heldur áfram að tapa fylgi á milli kannana Maskínu. Hún mælist nú með 16,6 prósenta fylgi, tapar 5,2 prósentustigum frá síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Höllu Hrundar. Halla Tómasdóttir hefur ástæðu til að fagna þar sem hún heldur áfram að bæta við sig verulegu fylgi.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er nánast með sama fylgi og í könnun Maskínu fyrir viku eða 12,4 prósent. Það sama á við um Arnar Þór Jónsson sem er með 5,4 prósent. Hinir sex frambjóðendurnir eru samanlagt með 3,1 prósent og hefur fylgi þeirra ekki breyst til neinna muna í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Það er fróðlegt að skoða þróun á fylgi efstu frambjóðenda í þeim sjö könnunum sem Maskína hefur gert. Katrín var með tæplega 33 prósenta fylgi hinn 8. apríl, aðeins minna í næstu könnun þar á eftir en hefur síðan verið á svipuðum slóðum með 25 til 27 prósent. Hér má glögglega sjá þær miklu hreyfingar sem verið hafa á fylgi sex efstu frambjóðenda í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Fjólubláa línan sýnir mikla fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur.Grafík/Sara Baldur vermdi annað sætið til að byrja með en mælist nú með 8,5 prósentustigum minna fylgi en í fyrstu könnuninni. Hall Hrund tók hástökk í forystusætið hinn 26. apríl og hélt forystunni þar til hún tapaði miklu fylgi í síðustu könnun og áfram í könnun dagsins í dag. Hún hefur tapað 13,1 prósentustigi frá því fylgi hennar var mest í 29,7 prósentum hinn 8. maí. Jón Gnarr hélt lengi þriðja sætinu prósentulega séð. Hann hefur misst 7,2 prósentustig frá fyrstu könnun Maskínu og er nú í fjórða sæti. Halla Tómasdóttir hefur hins vegar bætt við sig miklu fylgi. Tæplega þrefaldaði það í síðustu könnun og bætir um betur í dag. Það er þó rétt að árétta að ekki er marktækur munur á henni, Baldri og Höllu Hrund sem má segja að séu saman í öðru til fjórða sæti.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. 23. maí 2024 10:15 Æsandi bíltúr norður í land Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara. 22. maí 2024 11:17 Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. 23. maí 2024 10:15
Æsandi bíltúr norður í land Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara. 22. maí 2024 11:17
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48
Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31