Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2024 19:11 Marktækur munur er á Katrínu Jakobsdóttur í fyrsta sætinu og Höllu Tómasdóttur í öðru sæti. Hall Hrund Logadóttir heldur áfram að tapa fylgi. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu. Katrín mælist nú með 25,7 prósent, einu prósentustigi minna en í síðustu könnun Maskínu fyrir viku. Halla Tómasdóttir er áfram á siglingu upp á við og vermir nú annað sætið með 18,6 prósent, bætir við sig 3,7 prósentustigum frá síðustu könnun. Marktækur munur er hins vegar á fylgi hennar og Katrínar. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, bætir við sig tveimur prósentustigum. Halla Hrund Logadóttir heldur áfram að tapa fylgi á milli kannana Maskínu. Hún mælist nú með 16,6 prósenta fylgi, tapar 5,2 prósentustigum frá síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Höllu Hrundar. Halla Tómasdóttir hefur ástæðu til að fagna þar sem hún heldur áfram að bæta við sig verulegu fylgi.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er nánast með sama fylgi og í könnun Maskínu fyrir viku eða 12,4 prósent. Það sama á við um Arnar Þór Jónsson sem er með 5,4 prósent. Hinir sex frambjóðendurnir eru samanlagt með 3,1 prósent og hefur fylgi þeirra ekki breyst til neinna muna í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Það er fróðlegt að skoða þróun á fylgi efstu frambjóðenda í þeim sjö könnunum sem Maskína hefur gert. Katrín var með tæplega 33 prósenta fylgi hinn 8. apríl, aðeins minna í næstu könnun þar á eftir en hefur síðan verið á svipuðum slóðum með 25 til 27 prósent. Hér má glögglega sjá þær miklu hreyfingar sem verið hafa á fylgi sex efstu frambjóðenda í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Fjólubláa línan sýnir mikla fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur.Grafík/Sara Baldur vermdi annað sætið til að byrja með en mælist nú með 8,5 prósentustigum minna fylgi en í fyrstu könnuninni. Hall Hrund tók hástökk í forystusætið hinn 26. apríl og hélt forystunni þar til hún tapaði miklu fylgi í síðustu könnun og áfram í könnun dagsins í dag. Hún hefur tapað 13,1 prósentustigi frá því fylgi hennar var mest í 29,7 prósentum hinn 8. maí. Jón Gnarr hélt lengi þriðja sætinu prósentulega séð. Hann hefur misst 7,2 prósentustig frá fyrstu könnun Maskínu og er nú í fjórða sæti. Halla Tómasdóttir hefur hins vegar bætt við sig miklu fylgi. Tæplega þrefaldaði það í síðustu könnun og bætir um betur í dag. Það er þó rétt að árétta að ekki er marktækur munur á henni, Baldri og Höllu Hrund sem má segja að séu saman í öðru til fjórða sæti. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. 23. maí 2024 10:15 Æsandi bíltúr norður í land Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara. 22. maí 2024 11:17 Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Katrín mælist nú með 25,7 prósent, einu prósentustigi minna en í síðustu könnun Maskínu fyrir viku. Halla Tómasdóttir er áfram á siglingu upp á við og vermir nú annað sætið með 18,6 prósent, bætir við sig 3,7 prósentustigum frá síðustu könnun. Marktækur munur er hins vegar á fylgi hennar og Katrínar. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, bætir við sig tveimur prósentustigum. Halla Hrund Logadóttir heldur áfram að tapa fylgi á milli kannana Maskínu. Hún mælist nú með 16,6 prósenta fylgi, tapar 5,2 prósentustigum frá síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Tómasdóttur, Baldurs og Höllu Hrundar. Halla Tómasdóttir hefur ástæðu til að fagna þar sem hún heldur áfram að bæta við sig verulegu fylgi.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er nánast með sama fylgi og í könnun Maskínu fyrir viku eða 12,4 prósent. Það sama á við um Arnar Þór Jónsson sem er með 5,4 prósent. Hinir sex frambjóðendurnir eru samanlagt með 3,1 prósent og hefur fylgi þeirra ekki breyst til neinna muna í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Það er fróðlegt að skoða þróun á fylgi efstu frambjóðenda í þeim sjö könnunum sem Maskína hefur gert. Katrín var með tæplega 33 prósenta fylgi hinn 8. apríl, aðeins minna í næstu könnun þar á eftir en hefur síðan verið á svipuðum slóðum með 25 til 27 prósent. Hér má glögglega sjá þær miklu hreyfingar sem verið hafa á fylgi sex efstu frambjóðenda í könnunum Maskínu allt frá 8. apríl. Fjólubláa línan sýnir mikla fylgisaukningu Höllu Tómasdóttur undanfarnar vikur.Grafík/Sara Baldur vermdi annað sætið til að byrja með en mælist nú með 8,5 prósentustigum minna fylgi en í fyrstu könnuninni. Hall Hrund tók hástökk í forystusætið hinn 26. apríl og hélt forystunni þar til hún tapaði miklu fylgi í síðustu könnun og áfram í könnun dagsins í dag. Hún hefur tapað 13,1 prósentustigi frá því fylgi hennar var mest í 29,7 prósentum hinn 8. maí. Jón Gnarr hélt lengi þriðja sætinu prósentulega séð. Hann hefur misst 7,2 prósentustig frá fyrstu könnun Maskínu og er nú í fjórða sæti. Halla Tómasdóttir hefur hins vegar bætt við sig miklu fylgi. Tæplega þrefaldaði það í síðustu könnun og bætir um betur í dag. Það er þó rétt að árétta að ekki er marktækur munur á henni, Baldri og Höllu Hrund sem má segja að séu saman í öðru til fjórða sæti.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. 23. maí 2024 10:15 Æsandi bíltúr norður í land Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara. 22. maí 2024 11:17 Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. 23. maí 2024 10:15
Æsandi bíltúr norður í land Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara. 22. maí 2024 11:17
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48
Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31