Bíó og sjónvarp

Opin­bera Hemsworth í hlut­verki Geralt

Samúel Karl Ólason skrifar
Liam Hemsworth sem Geralt.
Liam Hemsworth sem Geralt.

Aðdáendur þáttanna The Witcher á Netflix fengu loks í gær að sjá Liam Hemsworth í hlutverki skrímslabanans Geralt frá Rivíu. Henry Cavill, sem lék Geralt í fyrstu þremur þáttaröðunum, hætti í október 2022.

Þættirnir eru byggðir á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski en byggja einnig á misvinsælum tölvuleikjum sem gerðir voru eftir bókunum. Fyrstu þættirnir voru sýndir árið 2019 og nutu mikilla vinsælda.

Í söguheimi bókanna, leikjanna og þáttanna átti sér stað atburður sem blandaði saman íbúum margra vídda og við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum.

„Witcher“ er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli.

Þegar Cavill hætti ætlaði hann sér að fara að leika Superman á nýjan leik en það gekk ekki eftir hjá honum. Ráðning Hemsworth féll upprunalega ekki vel í kramið hjá áhorfendum en fregnir hafa borist af því að Cavill, sem naut mikilla vinsælda í hlutverkinu, hafi deilt við forsvarsmenn þáttanna.

Sjá einnig: Cavill kveður Geralt af Riviu

Hemsworth heyrist ekki tala í kitlunni en Geralt er með nokkuð einkennandi rödd, bæði í tölvuleikjunum og hingað til í þáttunum.


Tengdar fréttir

Villi Neto í The Witcher: „Ég er þarna í hlutverki durgslegs álfs“

Leikaranum Vilhelm Neto bregður fyrir í glænýrri seríu af þáttaseríunni vinsælu The Witcher. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi á Djúpavogi og Berufirði meðal annars. Villi segir að um stærsta verkefni á hans ferli sé að ræða. 

Gera nýja Witcher og Cyberpunk leiki

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CD Projekt Red tilkynntu í gær fjölmörg verkefni sem eru í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þrjú þeirra snúa að söguheimi Witcher og þar á meðal nýr þríleikur. Þá þróun framhalds Cyberpunk 2077 einnig tilkynnt og framleiðsla nýs leiks í nýjum söguheimi.

Daði hlaut BAFTA-verðlaun

Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher.

Sýndu brellur sem íslenskt fyrirtæki gerði fyrir Witcher

Reykjavík Visual Effects (RVX) birtu á föstudaginn myndband sem sýnir þær tölvubrellur sem starfsmenn fyrirtækisins gerðu fyrir Netflix þættina Witcher. Þættirnir, bækur og tölvuleikir úr söguheimi Withcer njóta mikilla vinsælda um heim allan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×