Cavill kveður Geralt af Riviu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 21:58 Henry Cavill kveður Geralt og Liam Hemsworth tekur við. Getty/Juan Naharro Gimenez, Taylor Hill Leikarinn Henry Cavill hefur sagt skilið við hlutvek sitt í Netflix þáttunum „The Witcher“ og kemur Liam Hemsworth í hans stað. Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana. Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana.
Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira