Innlent

„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse, gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda í málefnum Grindavíkur.
Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse, gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda í málefnum Grindavíkur. Bylgjan/Vísir/Vilhelm

„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse.

Í Bítinu á Bylgjunni í morgun gagnrýndi Dagmar aðgerðir stjórnvalda til fyrirtækja í Grindavík. Á meðal þess sem hún minntist á var að fyrirtæki hennar væri rekstrarhæft fengi það að hafa opið, sem sum fyrirtæki geta en ekki önnur.

„Það er verið að tala um rekstrarhæf fyrirtæki. Við erum alveg rekstrarhæf, ef við fengjum að vera eins og Bláa lónið eða Northern Light Inn, ef við fengjum að hafa opið, ef gestir gætu komið inn í bæinn. En við fáum það ekki. Það er búið að loka á okkur, stoppa. Við eigum að taka allan skellinn á okkur,“ segir hún.

„Það er alltaf áhætta að eiga fyrirtæki, en þetta er ekkert venjuleg áhætta. Það er talað um fordæmalausa tíma, og að það megi ekki gera neitt fyrir okkur því við erum fyrirtæki. Af hverju eigum við að taka skellinn? Af hverju á ekki að hjálpa okkur? Af hverju á ekki að borga okkur út eins og hina?“

Dagmar segir að hún og aðrir fyrirtækjaeigendur sem vilja fá að selja í Grindavík og reiknað hversu mikið það myndi kosta að kaupa eignir lítilla og meðalstórra fyrirtæka. Hún segir að það væri um 6,2 milljarðar króna.

„Og hvað er verið að eyða miklu í þessa hóla sem umkringja Grindavík? Milljarð eftir milljarð eftir milljarð. Þetta meikar ekki sens.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×