Björn Þorláks segir Katrínu ekki virða sig viðlits Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 13:36 Björn og Gunnar Smári halda því fram að Katrín forðist sig eins og heitan eldinn. vísir/vilhelm Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni. Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé. Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé.
Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00