Innlent

Veittist að fólki með hníf í mið­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Einn maður var handtekinn vegna málsins. Myndin er úr safni.
Einn maður var handtekinn vegna málsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um mann sem var að veitast að fólki með hníf í miðborg Reykjarvíkur. Við rannsókn á málinu reyndist enginn alvarlega slasaður.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn meintur gerandi hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins og hafi hann verið vistaður í fangaklefa.

Einnig segir frá því að ökumaður rafhlaupahjóls hafi verið handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann hafi ekki valdið hjólinu féll með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Hann var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Þá segir frá því að tilkynnt hafi verið um húsbrot og þjófnað í hverfi 105 í Reykjavík, að maður hafi verið að stela reiðhjóli í miðborg Reykjarvíkur, innbrot í geymslur í hverfi 201 í Kópavogi, innbrot í bíl í miðborg Reykjavíkur og menn sem hafi verið að kasta grjóti í bíl í hverfi 221 í Hafnarfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×