Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 18:45 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýsfélags Akraness, segir orðið deginum ljósara að ekkert verði úr hvalveiðivertíð þessa árs. Vísir/Arnar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. „Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
„Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu.
Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54