Innlent

Hand­töku­skipun á hendur for­sætis­ráð­herra og kjara­deila

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar.

Ákvörðun áfrýjunardómstóls í Bretlandi í máli Julian Assange markar vatnaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks. Assange fékk í dag leyfi til að áfrýja framsali sínu til Bandaríkjanna til Hæstaréttar Bretlands.

Þá fjöllum við um kjaradeilu félags innan Rafiðnaðarsambandsins við Samtök atvinnulífsins í beinni útsendingu, ræðum við dómsmálaráðherra um veðmálasíður og skoðum hernámssetrið.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×