Mætti í sjónvarpið eftir nokkurra ára hlé og segist hafa lært sína lexíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2024 22:22 Kevin Spacey dauðlangar að fá að leika á ný jafnvel þó nýjar ásakanir hafi verið lagðar fram. Ernesto Ruscio/Getty Images) Kevin Spacey segist hafa lært sína lexíu og segist vilja komast aftur til vinnu í leiklistarbransanum. Leikarinn mætti í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í áraraðir til að ræða málið. „Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina. Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
„Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina.
Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20
Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30
Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20