„Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 09:01 Vangaveltur Jóns Gnarr um heimsókn á Bessastaði vöktu upp katínu á meðal mótframbjóðenda hans. Vísir/Vilhelm Jóni Gnarr þykir sérkennilegt að forsetaframbjóðendum hafi ekki verið boðið í bústað forseta Íslands á Bessastöðum. Þetta kom fram í forsetakappræðum á Stöð 2 síðastliðið fimmtudagskvöld. „Það er svo skrítið með þetta allt saman. Hérna erum við að sækjast eftir því að flytja þangað,“ sagði Jón og benti á mynd af Bessastöðum. „Og eyða þarna fjórum, átta, tólf, tuttugu árum. Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá þetta.“ Jón sagðist vita lítið um það hvernig sé að búa á Bessastöðum. „Fólk er að spyrja mig: „Ef þú verður forseti eru húsgögn þarna?“ Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Hefur þú aldrei komið á Bessastaði? „Ég hef komið á Bessastaði, en ég hef ekki fengið guide-ferð,“ sagði hann og spurði aðra frambjóðendur: „Er þetta ekki skrýtið krakkar? Finnst ykkur þetta ekki skrýtið?“ Hann segir að þeir sem hafi stofnað til forsetaframboðs eigi að fá boð á staðinn þar sem viðkomandi sé mögulega að fara eyða næstu áratugum af lífi sínu. Hann tók þó fram að honum þætti þetta ekki vera persónulegt mál Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta, að bjóða í heimsókn. „Þetta á bara að vera hluti af einhverju sem heitir fagleg stjórnsýsla.“ Jón sagðist hafa eytt miklum tíma af kappræðunum í að horfa á mynd af Bessastöðum sem var á vegg á móti honum. „Ha, er það þarna sem hann býr? Eða ætli það sé þarna?“ Þessi mynd af Bessastöðum hékk báðum megin við frambjóðendur í kappræðum Stöðvar 2 og vakti athygli Jóns GnarrVísir/Vilhelm Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Það er svo skrítið með þetta allt saman. Hérna erum við að sækjast eftir því að flytja þangað,“ sagði Jón og benti á mynd af Bessastöðum. „Og eyða þarna fjórum, átta, tólf, tuttugu árum. Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá þetta.“ Jón sagðist vita lítið um það hvernig sé að búa á Bessastöðum. „Fólk er að spyrja mig: „Ef þú verður forseti eru húsgögn þarna?“ Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Hefur þú aldrei komið á Bessastaði? „Ég hef komið á Bessastaði, en ég hef ekki fengið guide-ferð,“ sagði hann og spurði aðra frambjóðendur: „Er þetta ekki skrýtið krakkar? Finnst ykkur þetta ekki skrýtið?“ Hann segir að þeir sem hafi stofnað til forsetaframboðs eigi að fá boð á staðinn þar sem viðkomandi sé mögulega að fara eyða næstu áratugum af lífi sínu. Hann tók þó fram að honum þætti þetta ekki vera persónulegt mál Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta, að bjóða í heimsókn. „Þetta á bara að vera hluti af einhverju sem heitir fagleg stjórnsýsla.“ Jón sagðist hafa eytt miklum tíma af kappræðunum í að horfa á mynd af Bessastöðum sem var á vegg á móti honum. „Ha, er það þarna sem hann býr? Eða ætli það sé þarna?“ Þessi mynd af Bessastöðum hékk báðum megin við frambjóðendur í kappræðum Stöðvar 2 og vakti athygli Jóns GnarrVísir/Vilhelm
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira