Jens fyllir í stóra skó Sigfúsar Ægis hjá TBR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2024 15:40 Jens Sigurðsson tekur við starfi framkvæmdastjóra í haust. Jens Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri TBR. Hann tekur við starfinu af Sigfúsi Ægi Árnasyni sem hefur gegnt starfinu í um 43 ár. Sigfús Ægir lætur af störfum fyrir aldurs sakir í haust. Gunnar Petersen, formaður stjórnar TBR, greinir frá tíðindunum í Facebook-hópi TBR í dag. „Það er ljóst að það er mikill áhugi á að starfa fyrir okkar góða félag og fengum við fjölmargar umsóknir frá öflugu fólki um stöðu framkvæmdastjóra,“ segir Gunnar. „Á sama tíma og við undirbúum að taka á móti nýjum aðila, viljum við nota þetta tækifæri til að þakka Sigfúsi fyrir hans ómetanlega framlag til okkar félags og badminton hreyfingarinnar á Íslandi síðustu áratugi.“ Badmintoniðkendur í TBR kannast vafalítið flestir við andlitið á Sigfúsi Ægi sem hefur staðið vaktina í bragganum í á fimmta áratug. Jens sleit barnskónum í TBR húsinu og hefur verið félagsmaður um langa hríð. Jens hefur komið víða við á starfsferli sínum, m.a. starfað fyrir Vodafone og Stöð 2 sem forstöðumaður Viðskiptaþróunar og vörustýringar í rúman áratug og þar á undan fyrir Símann. Jens er menntaður í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði frá The George Washington University í Bandaríkjunum. Hann hefur verið virkur í íþróttahreyfingunni um áraraðir og var á sínum yngri árum í landsliðum Íslands í golfi. Badminton Vistaskipti Tengdar fréttir Fylgdi hyggjuvitinu og kom í veg fyrir stórbruna Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum. 21. desember 2023 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Gunnar Petersen, formaður stjórnar TBR, greinir frá tíðindunum í Facebook-hópi TBR í dag. „Það er ljóst að það er mikill áhugi á að starfa fyrir okkar góða félag og fengum við fjölmargar umsóknir frá öflugu fólki um stöðu framkvæmdastjóra,“ segir Gunnar. „Á sama tíma og við undirbúum að taka á móti nýjum aðila, viljum við nota þetta tækifæri til að þakka Sigfúsi fyrir hans ómetanlega framlag til okkar félags og badminton hreyfingarinnar á Íslandi síðustu áratugi.“ Badmintoniðkendur í TBR kannast vafalítið flestir við andlitið á Sigfúsi Ægi sem hefur staðið vaktina í bragganum í á fimmta áratug. Jens sleit barnskónum í TBR húsinu og hefur verið félagsmaður um langa hríð. Jens hefur komið víða við á starfsferli sínum, m.a. starfað fyrir Vodafone og Stöð 2 sem forstöðumaður Viðskiptaþróunar og vörustýringar í rúman áratug og þar á undan fyrir Símann. Jens er menntaður í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði frá The George Washington University í Bandaríkjunum. Hann hefur verið virkur í íþróttahreyfingunni um áraraðir og var á sínum yngri árum í landsliðum Íslands í golfi.
Badminton Vistaskipti Tengdar fréttir Fylgdi hyggjuvitinu og kom í veg fyrir stórbruna Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum. 21. desember 2023 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Fylgdi hyggjuvitinu og kom í veg fyrir stórbruna Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum. 21. desember 2023 14:01