Innlent

300 kröfur um hús­leit og 294 um síma­hlustun síðustu fimm ár

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er fátítt að héraðsdómur hafni kröfum lögregluembætta um húsleitir eða símahlustun.
Það er fátítt að héraðsdómur hafni kröfum lögregluembætta um húsleitir eða símahlustun. Vísir/Vilhelm

Alls voru 300 kröfur um húsleit lagðar fram fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á síðustu fimm árum, þar af 273 frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Héraðssaksóknari lagði fram nítján kröfur, skattrannsóknarstjóri sjö og lögreglustjórinn á Suðurnesjum eina. Aðeins einni kröfu var hafnað en fjórar voru teknar til greina að hluta.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Kröfur um símahlustanir sem lagðar voru fram fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur voru 294 á sama tímabili. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram 277 kröfur en héraðssaksóknari sautján.

Þremur kröfum var hafnað og fimm teknar til greina að hluta.

„Alls hafa 16 úrskurðir er varða símahlustun verið kærðir til Landsréttar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í 13 málum eða 81% tilfella.

Alls hafa 5 úrskurðir er varða húsleit verið kærðir til Landsréttar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í einu máli eða 20% tilfella,“ segir svörunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×